Skarðshlíð lóðaúthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3357
29. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagðir fram úthlutunarskilmálar, úthlutunarreglur og verðtillögur vegna fyrirhugaðrar úthlutunar í Skarðshlíð. Jafnframt mætti upplýsinga- og kynningarfulltrúi á fundinn og fer yfir kynningarefni sem er í vinnslu.
Svar

Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögum til bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarskilmála."

"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggandi reglur um úthlutun íbúðalóða."

"Bæjarstjórn Hafnfjarðar saþykkir að verð lóða í Skarðshlíð verði eftirfarandi:
Einbýli 11.007.830 kr. lágmarksverð miðað við 220m2 hús
Parhús 8.895.216 kr. lágmarksverð miðað við 200m2 hús
Raðhús 8.005.694 kr. lágmarksverð miðað við 180m2 hús
Fjölbýli 3.961.151 kr. hver íbúð í 4-8 íbúða húsi 950m2
Fjölbýli 3.335.706 kr. hver íbúð í 9 og fleiri íbúða húsi 1200m2

Vísitala ofangreindra verða er 118,6 (bvt.)"