Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að verða við tilmælum skipulags- og byggingaráðs.
Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðsluna og óska bókað :
Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að deiliskipulag Skarðshlíðar var tekið til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili með það markmiði meðal annars að aðlaga það að breyttum aðstæðum á húsnæðismarkaði og þörf fyrir fjölbreyttari húsnæðiskosti. Nýtt deiliskipulag var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 27. febrúar 2013.