Skarðshlíð lóðaúthlutun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3383
15. júlí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram bókun skipulags- og byggingarráðs frá 1. 7. sl. þar sem því er beint til bæjarráðs að gera hlé á lóðaúthlutunum í Skarðshlíð.
Svar

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að verða við tilmælum skipulags- og byggingaráðs.

Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá við afgreiðsluna og óska bókað :
Fulltrúar Samfylkingar og VG benda á að deiliskipulag Skarðshlíðar var tekið til endurskoðunar á síðasta kjörtímabili með það markmiði meðal annars að aðlaga það að breyttum aðstæðum á húsnæðismarkaði og þörf fyrir fjölbreyttari húsnæðiskosti. Nýtt deiliskipulag var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 27. febrúar 2013.