Sólvangur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3367
16. janúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Árni Sverrisson forstjóri Sólvangs og Bryndís Þorvaldsdóttir frá Velferðarráðuneytinu mættu til fundarins.
Svar

Bæjarráð þakkar Árna og Bryndísi fyrir komuna.

Rekstur hjúkrunarheimilisins Sólvangs er alfarið á ábyrgð ríkisins. Bæjarráð Hafnarfjarðar leggur ríka áherslu að heilbrigðisráðuneytið og Landlæknisembættið fari ítarlega yfir stöðu mála á heimilinu og bregðist þegar við fjölmiðlaumræðunni og eftir atvikum þeim vanda sem taka þarf á. Þjónusta við íbúa á Sólvangi verður að vera ásættanleg í alla staði. Bæjaryfirvöld óska jafnframt eftir samráði og samstarfi við heilbrigðisráðuneytið um framvindu þessa máls.