Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða undirritaða viljayfirlýsingu velferðarráðuneytis og Hafnarfjarðarbæjar um uppbyggingu heildrænnar þjónustu við aldraða í Hafnarfirði".
Gert stutt fundarhlé.
Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Þá Gunnar Axel Axelsson. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við fyrri ræðu Gunnars Axels Axelssonar. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari. Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom að stuttri athugasemd. Gunnar Axel Axelsson kom að stuttri athugasemd. Lúðvík Geirsson tók til máls. Þá Geir Jónsson. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari.
Gunnar Axel Axelsson vék af fundi kl. 16:05. Í hans stað mætti Guðfinna Guðmundsdóttir.
Kristinn Andersen tók til máls
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Kristinn Andersen lagði fram svohljóðandi bókun f.h. 3 fulltrúa Sjálfstæðisflokks:
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka fyrri bókanir um að staðið verði við fyrri samþykktir skýrslu starfshóps frá 2006, og ítrekun starfshóps fjölskylduráðs frá 2012, um áframhaldandi þróun og uppbyggingu Sólvangssvæðisins, þar sem verði framtíð miðstöðvar öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Gert er ráð fyrir að þessu verði fylgt eftir með viljayfirlýsingunni.
Löngu var orðið tímabært að bæjaryfirvöld beittu sér fyrir samþykkt viljayfirlýsingar með velferðarráðuneytinu um að taka upp þráðinn frá sameiginlegri stefnumótun, en á þeim árum sem liðin eru frá henni hafa orðið ýmsar breytingar - ný viðhorf og nýjungar í þjónustu við aldraða, breyttar þarfir og gjörbreyttar efnahagslegar foresendur, svo nokkur atriði séu nefnd sem hljóta að hafa áhrif á þær áætlanir sem lagt er upp með í viljayfirlýsingunni.
Mikilvægt er að mat á fyrirliggjandi kostum liggi fyrir í þeirri vinnu sem framundan er af hálfu Hafnarfjarðarbæjar, og í samstarfi við velferðarráðuneytið, og skynsamlegustu lausna leitað til að tryggja besta þjónustu við aldraða á komandi árum."
Ólafur Ingi Tómasson (sign), Kristinn Andersen (sign), Helga Ingólfsdóttir (sign).