Framhaldsskólar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1716
10. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
1. liður úr fundargerð FRÆH frá 2.des. sl. Skólameistarar Flensborgarskólans og Iðnskólans mættu til fundarins og gerðu grein fyrir rekstrarstöðu skólanna.
Fræðsluráð samþykkir eftirfarandi tillögu og vísar til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um stöðu og framtíð framhaldsskólastigsins í Hafnarfirði."
Svar

Eyjólfur Sæmundsson tók til máls, þá Kristinn Andersen, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari, Kristinn Andersen svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni.

Geir Jónsson tók síðan til máls, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að andsvari, Geir Jónsson svaraði andsvari, bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir koma að andsvari öðru sinni, þá kom Guðfinna Guðmundsdóttir að andsvari við upphaflegri ræðu Geirs Jónssonar.

Rósa Guðbjartsdóttir tók þessu næst til máls, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari, Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari öðru sinni, Rósa Guðbjartsdóttir svaraði andsvari öðru sinni, Eyjólfur Sæmundsson kom að stuttri athugasemd, Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að stuttri athugasemd.

Fleiri tóku ekki til máls og var gengið til afgreiðslu.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.