Bæjarráð tekur með 2 atkvæðum undir bókun menningar- og ferðamálanefndar og felur bæjarstjóra að undirbúa samning við Gaflaraleikhúsið um umsjón og rekstur Bæjarbíós, auk samninga við Leikfélag Hafnarfjarðar og Kvikmyndasafn Íslands um afnot af húsnæðinu til sýningarhalds. Óskar bæjarráð eftir því að drög að samningum liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.
Bæjarráð leggur áherslu á að við útfærslu nauðsynlegra endurbóta á húsnæðinu verði eftir fremsta megni tekið tillit til þarfa Kvikmyndasafnsins vegna sýningarhalds þess í húsinu og hugað verði að því að vernda það sem enn telst upprunalegt og hefur sérstakt varðveislugildi. Þá leggur bæjarráð áherslu á að sett verði fram raunhæf áætlun til næstu þriggja ára um endurbætur og breytingar á húsnæðinu sem miða að því að stuðla að fjölbreittri menningarstarfsemi í Bæjarbíó.
Bæjaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá og vísa til bókunar fulltrúa flokksins í menningar- og ferðamálanefnd.
Eyjólfur Sæmundsson fulltrúi Samfylkingar situr einnig hjá.