Aðalskipulag Hafnarfjarðar breyting Mjósund 10
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 321
30. apríl, 2013
Annað
Fyrirspurn
Mjósund 10 ehf sækir 19.04.13 um að aðalskipulagi fyrir lóðina Mjósund 10 verði breytt þannig að hún verði á íbúðarsvæði í stað svæðis fyrir stofnanir.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 í samræmi við erindið. Lagt er til að farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir lóðina Mjósund 10, þannig að notkun verði breytt úr svæði fyrir stofnanir í íbúðarsvæði. Farið verði með breytinguna skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. "