Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Fyrsti varaforseti, Kristinn Andersen, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi nýtingu á köldu vatni í Vatnsendakrikum í Heiðmörk frá 15. maí sl." Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Þá Lúðvík Geirsson.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.
Forseti tók við fundarstjórn að nýju.