Helga Ingólfsdóttir tók til máls og lagði fram niðurstöðu starfshóps vegna ráðningar í starf sviðsstjóra Umhverfis og framkvæmda auk tillögu um ráðningu:
"Niðurstaða starfshópsins vegna ráðningar í starf sviðsstjóra Umhverfis og framkvæmda, að undangengnu ítarlegu ráðningarferli og mati á þeim 71 umsækjanda sem sóttu um starfið, er að Sigurður Haraldsson, verkfræðingur og settur sviðsstjóri, sé hæfastur til starfans."
Í samræmi við þá niðurstöðu leggur starfshópurinn eftirfarandi til við bæjarstjórn: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að ráða Sigurð Haraldsson, verkfræðing, í stöðu sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmda og er bæjarstjóra falið að ganga frá ráðningarsamningi við Sigurð."
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu um ráðningu Sigurðar Haraldssonar með 10 samhljóða atkvæðum.