Byr - SPH, lífeyrisskuldbinding Eftirlaunasjóðs
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3357
29. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju. Bæjarstjóri fór yfir málið.
Svar

Með vísan til ákvörðunar bæjarstjórnar þann 20. febrúar 1973 þegar innganga starfsmanna Sparisjóðs Hafnarfjarðar var heimiluð í Eftirlaunasjóð starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar er það afstaða bæjarráðs að ábyrgð bæjarins á greiðslu lífeyris taki ekki til sjóðfélaga sem verið hafa starfsmenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Er bæjarstjóra falið að senda stjórn og framkvæmdastjóra LSS bréf þar að lútandi.