Strenglögn frá Vatnsskarðsnámum til Krísuvíkur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 325
25. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir 26.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá Vatnsskarðsnámu til Krýsuvíkur. Lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 04.06.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags og byggingarráð samþykkir umbeðið framkvæmdaleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu þess. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn Minjastofnunar varðandi lagningu rafstrengs HS veitna frá Vatnsskrarðsnámu til Krýsuvíkur og gerir þann fyrirvara um veitingu framkvæmdaleyfisins. Eins og fram kemur í áliti Minjastofnunar frá 4. júní 2013, mun vegurinn liggja austan í þjóðveginum nálægt því svæði sem fornleifar eru að finna og eru framkvæmdaraðilar hvattir til að halda framkvæmdum eins nærri veginum og unnt er. Þá skyldi gæta sérstaklega að fornminjum/rústum af bænum Kaldrana sem enn hefur ekki fundist en getið er um í rituðum heimildum. Þar sem hætta er á að raska fornminjum á svæðinu sem kallast I í gögnum HS-Orku er sett það skilyrði að fornleifafræðingur hafi framkvæmdaeftirlit á svæði I. Að öðru leyti er vísað til laga um menningarminjar nr. 80/2012.