Lagt fram til kynningar. 15.1. 0806067 - Hafnarborg, gjafabréf / stofnskrá Fallað var um tillögu að viðauka við gjafabréf Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur sem telst stofnskrá Hafnarborgar. Viðauk þessi er gerður til að koma til móts við ábendingar Safnaráðs og kröfur sem safnalög gera til safna um gildar stofnskrár. Viðauki samþykktur og vísað til bæjarráðs. 15.2. 0904225 - Útilistaverk í eigu Hafnarfjarðarbæjar Forstöðumaður kynnti áætlun um viðahald verka í sumar. Vindspil Einars Más Guðvarðarsonar verði komið á sinn stað við Herjólfsgötu. Lögð verði áhersla á að sinna viðhaldi verka á Víðistaðatúni auk þess sem farið verður yfir verkin sem voru vandlega hreinsuð síðastliðið sumar. 15.3. 1102237 - Hafnarborg, önnur mál Forstöðumaður gerði grein fyrir stuðningi Safnaráðs við Hafnarborg. Sérstakir verkefnisstyrkir voru veittir vegna skráningar og til að bæta aðstöðu fyrir börn og fjölskyldur. Samþykkt að fela forstöðumanni að skoða möguleika á breytingum á rými Hafnarborga með þetta í huga.
Safnaráð veitti styrk til samstarfsverkefnis Hafnarborgar, Hönnuarsafnsins í Garðabæ og Gerðarsafns í Kópavogi. Markmið verkefnisins er að kynna söfnin sameiginlega fyrir erlendum ferðamönnum.