SBH tekur jákvætt í fyrirspurn um að skerma betur af útisvæði við Súfistann við Strandgötu með það markmiði að endurbæta mannlíf í miðbænum. Þó bendir ráðið á að of háir skjólveggir geti myndað vindstreng og leggur til lægri útfærslu skjólveggja, sem verði ekki hærri en 1,2 m, en jafnframt verði tryggð loftun um veggina. Þá verði gert ráð fyrir að hægt sé að fjarlægja skjólvegg við götu yfir vetrartímann frá 1. október til 1. maí ár hvert. Nánari útfærsla verði unnin í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Varðandi framkvæmdir við endurnýjun hellna á umræddu svæði gerir SBH ekki athugasemdir en bendir á að þær framkvæmdir þurfi að gera í samráði og samvinnu við Umhverfi og framkvæmdir og skal umsækjandi bera kostnað af þeirri framkvæmd.