Fyrirspurn
Ábending barst um að hlutir á lóð Suðurgötu 18 hindruðu innkeyrslu að Suðurgötu 24 og 28. M.a. númerslaus bíll, sem staðið hefur þar mjög lengi. Samkvæmt 20. grein lögreglusamþykktar Hafnarfjarðar, er Framkvæmdasviði heimilt að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum, að flytja burtu og taka í vörslu Hafnarfjarðarbæjar ökutæki sem brjóta í bága við 1. mgr. ? 5. mgr., ökutæki sem standa án skráningarnúmera á lóðum við almannafæri, götum og almennum bifreiðastæðum og ökutæki sem skilin eru eftir á opnum svæðum.