"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar breytti á fundi sínum 27.05.2015 markmiði um að ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu þannig að „heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.“
Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarsjtórn:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðr samþykkir að síðasta málsgreinin í ofangreindum texta í skipulagsskilmálum fyrir deilskipulag Miðbær Hraun vestur: " Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.“ falli brott.
Skipulags- og byggingarráð vísar jafnframt til þeirrar vinnu sem í gangi er við gerð reglna um bílastæði og bílastæðasjóð í Hafnarfirði.