Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagslýsinguna með áorðnum breytingum, þ.m.t. stækkun skipulagsreitsins þannig að austurmörk hans verði við Arnarhraun, og að farið verði með lýsinguna skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Nafni svæðisins verði breytt í Miðbær-Hraun austur. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsslýsingu fyrir Miðbæ-Hraun dags. 07.11.14, þ.m.t. stækkun skipulagsreitsins þannig að austurmörk hans verði við Arnarhraun, og að farið verði með lýsinguna skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010."