Ólafur Ingi Tómasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: Ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi."
Gunnar Axel Axelsson tók þá til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari, Gunnar Axel Axelsson svaraði andasvari, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari öðru sinni og dró tillögu sína til baka.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.