Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 371
19. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að í auglýsingu deiliskipulags fyrir Miðbæ Hraun vestur verði eftirfarandi breyting á markmiðum: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi." Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á því að tillagan er í samræmi við texta í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, skipulagsákvæði fyrir miðsvæði.