Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 656
11. september, 2018
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram að nýju, að lokinni kynningu og endurauglýsingu, tillaga að breyttu deiliskipulagi Miðbær Hraun Vestur. Breytingin tekur til reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 31.10.2017 var samþykkt að auglýsa tillöguna að nýju vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Auglýsingartími var frá 4.4. til 16.5.2018. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum og lá fyrir umsögn skipulagsfulltrúa um þær 20.6.2018. Veitt var heimild til að koma að frekari athugasemdum á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. júlí s.l. samanber bréf Hjalta Steinþórssonar dags. 25.7.2018. Lagt fram svar skipulagsfulltrúa dags. 10.9.2018 við síðari athugasemdum Hjalta.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.