Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 5 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 348
23. maí, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Áður lögð fram tillaga að skipulagslýsingu og húsaskráning (vinnuskjal).
Svar

Skipulags- og byggingarráð leggur áherslur á að nú þegar verði sett af stað vinna við endurhönnun á lóð gamla lækjaskóla sem miðist við þá notkun sem nú er á svæðinu. Gera þarf ráð fyrir öruggum og afmörkumðum leiksvæðum,stýra bílaumferð um svæðið og afmarka og fækka bílastæðum á kostnað leik- og dvalarsvæða. Mælst er til að gert verði ráð fyrir kostnaði við endurhönnun og framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlanIr fyrir árið 2015.
Áætlað að halda kynningarfund í september nk.