Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting
Austurgata 19
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 329
27. september, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. Skipulags- og byggingarráð fól Skipulags- og byggingarsviði að afla frekari gagna. Lögð fram breytt skipulagstillaga dags. x þar sem komið er á móts við athugasemdir.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum, og að málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum og gerir þau að sínum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir lóðirnar Austurgötu 22 og Strandgötu 19 og málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010."

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120016 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029119