Borist hefur bréf frá íbúum í nágrenni Fjóluhvamms 14 þar sem kvartað er yfir atvinnustarfsemi í húsinu, nú síðast hafi húsið verið leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda.
Svar
Um er að ræða breytta notkun húss, sem er byggingarleyfisskyld. Starfsemin samræmist ekki heldur skilgreiningu Aðalskipulags Hafnarfjarðar, þar sem um er að ræða vistheimili/stofnun á íbúðarsvæði. Beðið er um skýringar innan tveggja vikna.