Brekkugata 16, framkvæmdir, úttektir og skráning
Brekkugata 16
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 496
5. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Þann 2.8.06 samþykkti byggingarfulltrúi ýmsar breytingar á Brekkugötu 16 þ.á.m. sólstofu. Hvorki hefur farið fram fokheldis- né lokaúttekt. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.06.13 byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Jafnframt var bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir byggingarstjóra skylt að óska eftir fokheldisúttekt innan þriggja vikna og bendir jafnframt á ábyrgð eigenda skv. lögum um mannvirki nr. 160/2010. Verði ekki brugðist við erindinu mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eiganda og byggingarstjóra og senda erindi til Mannvirkjastofnunar um áminningu í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120187 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029973