Skipulags- og byggingarráð - 325
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3354
27. júní, 2013
Annað
Svar

Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 25. júní sl. 18.1. SB040377 - Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 12.06.13 og 19.06.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010. Lagt fram. 18.3. 1305339 - Fjóluhvammur 14, notkun húss Borist hefur bréf frá íbúum í nágrenni Fjóluhvamms 14 þar sem kvartað er yfir atvinnustarfsemi í húsinu, nú síðast hafi húsið verið leigt til Vinakots fyrir vistun unglinga með hegðunarvanda. Borist hefur svar frá Vinakoti ásamt umsögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem taldi að um breytta notkun væri að ræða í ósamræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025. Lagður fram úrskurður Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í sambærilegu máli í Reykjavík. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulags og byggingarráð telur að margt sé óljóst varðandi túlkun skipulagslaga hvað þetta varðar, og bendir á að úrskurður umhverfisráðuneytisins sem vísað er í er frá árinu 1992 og byggir á lögum og reglugerðum sem síðan hefur verið breytt. Skipulags- og byggingarráð frestar málinu og vísar erindinu til umsagnar lögmanns Skipulags- og byggingarsviðs. 18.4. 1304300 - Hverfisgata 23,breyting Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dag.22.03.13. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs synjaði erindinu 11.06.13 eins og það liggur fyrir. Hönnuður óskar eftir leiðbeiningum Skipulags- og byggingarráðs um hvað leyft er í þessu tilviki. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 12.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna drög að umbeðnum leiðbeiningum. 18.6. 1110006 - Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag Tekin til umræðu gerð nýs og endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Vesturbæ Hafnarfjarðar. Arkitekt Skipulags- og byggingarsviðs kynnir framgang vinnu við deiliskipulagið og húsaskráningu. Skipulags- og byggingarráð þakkar Þormóði fyrir kynninguna. 18.7. 1110157 - Geymslusvæði Kapelluhrauni, gatnagerð og gjöld Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins ehf. um gatnagerð í Kapelluhrauni 2. áfanga. Lagt fram tilboð hans móttekið 10.06.2013. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdaráðs og Skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð telur ekki að málið tengist skipulagi hverfisins, en bendir á að ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um færslu Reykjanesbrautar. Verði Reykjanesbrautin áfram í núverandi legu mun það ekki rýra gæði hverfisins, en hugsanlega fremur bæta aðkomu að því. 18.8. 1306227 - Sumarleyfi skipulags- og byggingarráðs 2013. Tekið til umræðu sumarleyfi Skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð tekur sumarleyfi frá þessum fundi. Næsti fundur ákveðinn 13. ágúst 2013.