Fífuvellir 2, lokaúttekt ólokið
Fífuvellir 2
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 476
4. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Fífuvellir 2 er enn skráð á byggingarstigi 4, þótt það hafi fyrir löngu verið tekið í notkun og flutt inn í það. Lokaúttekt hefur ekki farið fram. Skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði til lokaúttektar 12.08.2013 kl. 15 í samræmi við 2. mgr. 36. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010. Byggingarstjóra/eiganda var gert skylt að gera viðeigandi ráðstafanir fyrir lokaúttektina. Sinnti hann ekki erindinu mundi skipulags- og byggingarfulltrúi beita ákvæði 56. og 57. greina sömu laga um dagsektir og áminningu. Húsið er skráð sem einbýlishús, en borist hafa ábendingar um að fleiri íbúðir séu í húsinu, sem er í ósamræmi við skipulag og leyfi liggur ekki fyrir.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur dagsektir kr. 20.000 á dag á byggingarstjóra Lúðvík Óskar Árnason og sömu upphæð á eigendur Sveinbjörn Sveinsson og Laufeyju Baldvinsdóttir frá og með 15.10.2013 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 hafi byggingarstjóri ekki sótt um lokaúttekt fyrir þann tíma. Jafnfram verður sent erindi til Mannvirkjastofnunar um að veita byggingarstjóranum áminningu í samræmi við 57. grein laga um mannvirki. Jafnframt er bent á ábyrgð eigenda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra skv. 15. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

221 Hafnarfjörður
Landnúmer: 195099 → skrá.is
Hnitnúmer: 10071164