Krýsuvík-Hafnarfjörður ljósleiðaratenging
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 329
27. september, 2013
Samþykkt
Fyrirspurn
Emerald Networks sendi inn fyrirspurn um lagningu ljósleiðara frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem óskaði eftir frekari upplýsingum um hvar ætti að leggja ljósleiðarann. Þær upplýsingar hafa borist með bréfi dags. 12. júlí 2013. Óskað var eftir umsögn minjaverndar á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 15. ágúst sl. Umsögn minjaverndar barst. 13. september 2103. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð heimilar lagningu ljósleiðara og undirstrikar það sem kemur fram í umsögn Minjastofnunar um verndun fornminja og að ítrustu varðúðar sé gætt við allt jarðrask og það lágmarkað eins og kostur er. Þá skal framvæmdaraðili hafa samráð við Minjastofnun um lagningu ljósleiðara.