Álfaskeið 18, framkvæmdir, úttektir og skráning
Álfaskeið 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 489
4. desember, 2013
Annað
Fyrirspurn
Byggingarfulltrúi samþykkti árið 2006, byggingu á bifreiðageymslum og stækkun húss Álfaskeiði 18. Engar skráðar úttektir eru á framkvæmdunum en báðar framkvæmdir uppbyggðar. Hvorki fokheldis- né lokaúttekt hefur farið fram né lögð inn ný eignaskiptayfirlýsing. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði 05.06.13 byggingarstjóra skylt að boða til fokheldisúttektar, en lokaúttektar hafi mannvirkið verið tekið í notkun, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010. Jafnframt var bent á ábyrgð eiganda að hafa eftirlit með störfum byggingarstjóra samkvæmt sömu lögum.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi ítrekar fyrirmæli sín um að sækja um fokheldisúttekt og að því loknu um lokaúttekt. Verði ekki brugðist við því innan 3 vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi leggja dagsektir á eigendur og byggingarstjóra í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 119849 → skrá.is
Hnitnúmer: 10028287