Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins verkefnislýsing
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1707
19. júní, 2013
Annað
Fyrirspurn
7.liður úr fundargerð SBH frá 11.júní sl. Lagt fram erindi Hrafnkels Proppé f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem send er til samþykktar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð samþykkir Verkefnislýsingu og fjárhagsáætlun til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir verkefnislýsingu og fjárhagsáætlun fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til auglýsingar í samræmi við 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Svar

Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti framlagða tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.