Byggingarfulltrúi samþykkti á árinu 2009 viðbyggingar á lóðinni Austurgata 31. Engar úttektir eru skráðar né að það hafi farið fram fokheldis- og lokaúttekt. Enginn byggingartjóri er skráður á húsið.
Svar
Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að allar byggingarframkvæmdir án byggingarstjóra eru ólöglegar og gerir eigendum skylt að ráða byggingarstjóra innan 4 vikna, sem sæki þá þegar um lokaúttekt/öryggisúttekt.