Strandgata 32, fyrirspurn
Strandgata 32
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 467
3. júlí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Spurt er hvort bæjarfélagið veiti umsækjendum leyfi til að breyta hluta af jarðhæð 0102 & 0104 og uppgerðum kjallara 0001 úr verslunar- og skrifstofuhúsnæði í skammtíma búsetustæði, húsnæði til útleigu fyrir ferðamenn. Um er að ræða 4 skammtíma búsetustæði. Hverju rými fylgir baðherbergi, eldhúskrókur, setustofa og svefnstæði. Öll rými hafa beinan útgang. Þá er tenging milli rýma þannig hvert rými hefur tvo útganga. Leitast verður við að uppfylla einkalóð 1. hæðar innskot að strandgötu. Leitast verður við að uppfylla allar kvaðir sem eldvarnar og heilbrigðiseftirlit setja á slík húsnæði. Sjá teikningar.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið, þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi og deiliskipulagi og nær ekki að uppfylla m.a. ákvæði 6.1.3 og 6.10.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.