Krýsuvík, útileiga á vegum nemendafélags menntaskólans við Hamrahlíð.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 467
3. júlí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Ragnhildur Björnsdóttir gjaldkeri nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð óskar eftir í tölvupósti dags. 2. júli að fá leyfi til að vera með útilegu á vegum skólans í Krýsuvík á því svæði sem kirkjan stóð þann 12-13. júli nk.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur neikvætt í erindið. Krýsuvík er innan Reykjanesfólksvangs og umrætt svæði er hverfisverndað vegna söguminja skv. aðalskipulagi Krýsuvíkur. Ekki er um hefðbundið tjaldstæði að ræða heldur er svæðið hluti af Krýsuvíkurjörðinni og athafnasvæðis skátafélagsins Hraunbúa. Hvorki er aðgengi að vatni né gsm samband á svæðinu.