Krýsuvík, leyfi fyrir kvikmyndatöku.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 469
17. júlí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Brynhildur Birgisdóttir fh. Pegasus kvikmyndafyrirtækis óskar eftir því í tölvupósti dagssettan 16. júlí 2013 að fá að mynda auglýsingu fyrir bandarískt fyrirtæki við Krýsuvíkurbjarg.
Svar

Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður á kosnað umsækjanda. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þessi að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara auglýsingargerðar. Einnig er vakin athylgi á að svæðið er innan girts fjárhólfs og að Krýsuvíkurbjarg er hverfisverndað vegna náttúruminja. Óskað er eftir að umsækjandi hafi samráð við Umhverfisstofnun vegna fuglalífs í bjarginu.