Flensborgarskóli fjárhagsstaða
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3355
18. júlí, 2013
Annað
Fyrirspurn
Málefni Flensborgarskóla tekin til umfjöllunar í kjölfar fréttaflutnings um fjárhagsstöðu hans.
Svar

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kynnt var nýlega kemur fram að Flesborgarskólinn hafi á undanförnum árum verið rekinn með halla. Í Fréttablaðinu þann 16. júlí sl. boðar skólameistari niðurskurð í starfseminni með tilheyrandi þjónustuskerðingu við nemendur á næsta skólaári. Hann leggur jafnframt áherslu á að skólanum sé skylt samkvæmt lögum að mæta fjölbreyttum þörfum nemenda með viðeigandi hætti en fjárframlög til rekstrar hafi hingað til ekki verið í samræmi við þær skyldur.
Bæjarráð Hafnarfjarðar lýsir verulegum áhyggjum sínum ef til þess kemur að skerða þurfi þjónustu við nemendur í Hafnarfirði og skora á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að skólanum verði gert fjárhagslega kleift að sinna nemendum sínum í samræmi við lög og reglugerðir.