Austurgata 47, fyrirspurn
Austurgata 47
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 326
13. ágúst, 2013
Annað
Fyrirspurn
Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon leggja 31.07.13 fram fyrirspurn um að endurreisa vinnuhús við götuna, gera tengibyggingu milli framhúss og bakhúss og millibyggingu sem tengir húsin saman. Einnig að reisa útbyggingu á annarri hæð þar sem stigahúsið var. Fyrirspurnarteikning og greinargerð fylgir með. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.08.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina um endurbyggingu vinnunhúss við götu og vísar þar í umsögn Minjastofnunar sem telur að breytingarnar skerði ekki minjagildi hússins, enda er bæði starfsemin og form bygginga í samræmi við sögu hússins.Hins vegar þarf að skoða betur umfang og hlutfall nýbygginga miðað við gildandi skipulag. Sviðinu er falið að taka saman fekari upplýsingar.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120046 → skrá.is
Hnitnúmer: 10029145