Strandgata 32 óleyfisframkvæmd.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 542
30. desember, 2014
Annað
Fyrirspurn
Borist hafa upplýsingar um að ólögleg búseta er á jarðhæð hússins, en það er skráð sem skrifstofurými. Bókun á síðasta afgreiðslufundi er röng og beðist velvirðingar á því.
Svar

Skipulags- og byggingarfultlrúi dregur dagsektir til baka, en gerir eiganda skylt að ljúka búsetu í rýminu eða sækja um breytta notkun þess innan 6 vikna, sbr. 1. mgr. 9. greinar laga um mannvirki nr. 160/2010: "Óheimilt er að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi byggingarfulltrúa".