Skipulags- og byggingarfulltrúi bendir á að lóðin er ekki ætluð sem geymslusvæði. í grein 2.9.2 í byggingarreglugerð segir auk þess: "Sé ásigkomulagi, frágangi, umhverfi eða viðhaldi húss, annars mannvirkis eða lóðar ábótavant, af því stafar hætta eða það telst skaðlegt heilsu að mati byggingarfulltrúa ... skal gera eiganda eða umráðamanni þess aðvart og leggja fyrir hann að bæta úr því sem áfátt er. Byggingarfulltrúa er heimilt að beita dagsektum allt að 500.000 kr. til að knýja menn til þeirra verka sem þau skulu hlutast til um samkvæmt lögum um mannvirki eða reglugerðum sem settar eru samkvæmt þeim, eða láta af ólögmætu atferli."
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir eiganda skylt að fjarlægja gáma og annað sem er leyfisskylt skv. grein 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Verði ekki brugðist við erindinu innan 4 vikna mun skipulags- og byggignarfulltrúi beita dagsektum skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010 til að knýja fram úrbætur.