Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 344
8. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust.
Svar

Skipulags- og byggingarsviði er falið að taka saman yfirlit yfir athugasemdir og endurskoða skilgreiningu eða merkingar fornleifa inn á uppdráttinn. Þá verði deiliskipulagstillagan ásamt umsögnum Minjastofnuar og Stjórnar Reykjanesfólkvangs, og Menningar - og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar, send Grindavíkurbæ til umsagnar áður en erindið er tekið til endanlegrar afgreiðslu.