Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 340
11. febrúar, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Skipulags- og byggingarráð ákvað 17.12.13 að senda tillöguna til umsagnar til stjórnar Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar. Umsagnirnar hafa borist.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu að breytingu á texta þannig að heimilt verði að reisa hús allt að 500m2 og með nýtingarhlutfalli allt að 0,3. Einnig verði gerð grein fyrir stækkun rútustæða og nánari skilmálar fyrir byggingar og byggingarefni.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst með áorðnum breytingum samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010."