Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 345
22. apríl, 2014
Annað
Fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Svar

Katrín Gunnarsdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir fornleifaskráningu og korti.

Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og frestar afgreiðslu en leggur áherslu á að ferlinu sé hraðað.