Skipulags- og byggingarráð minnir á mikilvægi þess að verktakar séu meðvitaðir um staðsetningu fornleifa svo þær raskist ekki af vangá.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagskipulag fyrir Seltún í Krýsuvík dags. 16.12.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010."