Lagt fram til kynningar. 17.1. 1212183 - Hafnarborg 2013 Farið var yfir sýningadagskrá ársins 2013. Vel hefur gengið, sýningar og viðburðir verið fjölbreytt og aðsókn góð. Á fyrrihluta árs var skipt heldur örar um sýningar í Sverrissal en undanfarin ár. Þetta reyndist vel þegar litið er til aðsóknar og kynningar. Forstöðumaður nefndi jafnframt að mikið álag hafi verið á starfsfólk Hafnarborgar. Unnið er að endalegri sýningardagskrá ársins 2014 og var rætt um helstu sýningar ársins. Tónleikaröðin Hljóðön hefur gengið vel og fengið góðan stuðningu úr tónlistarsjóði. 17.2. 1309278 - Bæjarlistamaður Stjórn Hafnarborgar samþykkti að óska eftir því að bæjarráð horfi til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar að aftur verði útnefndur bæjarlistamaður og að jafnframt verði veittir hvatningarstyrki til efnilegra listamanna. Stjórnin óskaði jafnframt eftir því að menningarfulltrúi ásamt forstöðumanni Hafnarborgar skoði fyrirkomulag þessa. 17.3. 1309279 - Hafnarborg - Ráðning forstöðumanns Stjórn Hafnarborgar samþykkti fyrir sitt leyti að samningur við forstöðumann verði endurnýjaður þar sem fimm ára tímabundinni ráðningu er að ljúka. 17.4. 1309277 - Hafnarborg - Safneign Forstöðumaður greindi frá því að í kjölfar sýningnartinnar Tilvist þar sem sýnd voru verk Eiríks Smith frá árunum 1968-1982 hafi verið lögð drög að því að safnið eignist eða fái í safneignina 1 ? 5 verk frá tímabilinu um 1980. Nánast ekkert verk frá þessu afar vinsæla tímabili er í safneigninni og mikilvægt að fylla í það gat til að gera ferli Eiríks skil. Lögð hafa verið drög að kaupum á verki, gjöf á verkum og langtímalánssamingi sem felur í sér að verk eru enn í eigu annara en Hafnarborg varðveitir verkin. 17.5. 1004384 - Hafnarborg, ný aðföng Þrjú verk hafa bæst í safneign:
Án titils frá 2012 eftir Ingólf Arnarson
Portal og Aperture frá 2007 eftir John Fraser. Listamaðurinn gaf safninu verkin í kjölfar sýningarinnar Art=Tex=Art síðastliðið vor.