Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, athugasemdir bárust. Lagt fram bréf húseiganda ásamt minnispunktum sviðsstjóra og athugun á skuggavarpi. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarráðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.
Svar
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.