Varðandi svalalokanir hefur byggingarfulltrúi lagt áherslu á að eins sé staðið að svalalokunum fyrir allt húsið og útlitið það sama. Því er eðlilegt að sótt sé um heimild fyrir allt húsið, þó svo að ekki fari nauðsynlega allir í það á sama tíma eða yfirleitt, og að við fáum uppdrátt að því hvernig lokanirnar eiga að líta út. Einnig skal bent á að sé svölunum lokað alveg, svonefnd a-lokun, breytir það eignarhluta í húsi og krefst nýrrar skráningartöflu.