"Bæjarráðsfulltrúar S og VG fallast ekki á tillöguna og telja hana óþarfa. Vísað er til ákvörðunar bæjarstjórnar um að taka tilboði Íslandsbanaka um lánafyrirgreiðslu sem tryggir endurfjármögnun erlendra lána bæjarfélagsins, sem og til bókunar vegna þeirrar afgreiðslu. Til grundvallar samningunum við Íslandsbanka eru lagðar forsendur um afkomu sveitarfélagsins og lækkun skulda á næstu árum. Við teljum ekki nauðsynlegt að bæjarstjórn geri skuldbindandi samþykktir umfram það sem felst í þessum forsendum. Það er viðfangsefni kjörinni bæjarfulltrúa á hverjum tíma að haga rekstri bæjarfélagsins með þeim hætti að þjónusta við bæjarbúa verði sem best jafnframt því að staðið sé við samninga og aðrar skuldbindingar."
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins legggja fram eftirfarandi bókun:
"Tillaga sjálfstæðismanna er leið til að stíga ákveðnari skref í raunverulegri átt að skuldalækkun Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja mikilvægt að leggja áherslu á að greiða hratt niður skuldir, því þannig skapast helst svigrúm til að auka þjónustu og hefja uppbyggingu í bænum.
Bæjarbúar eru langþreyttir á því að lengja í skuldaól bæjarins líkt og núverandi meirihluti hefur ítrekað gert með því að taka langtímalán til að hreinsa upp skammtímaskuldir eins og nú er fyrirhugað enn einu sinni. Tillaga sjálfstæðismanna gerir ekki ráð fyrir skuldbindingu í niðurgreiðslu skulda heldur er viljayfirlýsing. Með afstöðu sinni nú má ráða að meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er ekki tilbúinn til að setja sér þau markmið að hverfa frá fyrri braut skuldasöfnunar."
Bæjarráð synjar þannig tillögunni með 3 atkvæðum gegn 2.