Bæjarstjóri Guðrún Ágústa Guðmundsdótir tók til máls, þá Valdimar Svavarsson sem lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er sammála um að forgangsatriði næstu ára er lækkun skulda sveitarfélagsins. Framundan er endurfjámögnun lána sveitarfélagsins sem byggir á því að áætlanir um rekstur og afkomu sveitarfélagsins standist til að standa undir krefjandi endurgreiðslubyrði lána. Þó svo að ekki sé krafa um það frá hendi lánastofnanna að greiðslur vegna sölu lóða fari til niðurgreiðslu lána þá eru bæjarfulltrúar sammála um eftirfarandi viðmið um ráðstöfun tekna vegna sölu lóða:
90% af andvirði sölu atvinnulóða verði varið til niðurgreiðslu langtímaskulda.
50% af andvirði sölu íbúðalóða verið varið til niðurgreiðslu langtímaskulda."
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu að viðauka II með 6 atkvæðum gegn 5.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 atkvæðum að vísa tillögu þeirri sem Valdimar Svavarsson kynnti til bæjarráðs.