Skarðshlíð skólamál, fyrirspurn
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3358
12. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir upplýsingum um hvernig fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu nýs skólahúsnæðis í Skarðshlíð og víðar í sveitarfélaginu verða fjármagnaðar. Formaður fræðsluráðs kynnti á fundi fræðsluráðs í vikunni og svo í fjölmiðlum í kjölfarið áform um byggingu skólahúsnæðis á Völlum og Skarðshlíð, tillögur sem hvorki hafa fengið efnislega umfjöllun í fræðsluráði né í öðrum ráðum bæjarins. Brýnt er að fjárhagslegar forsendur liggi fyrir sem fyrst nú þegar tillögur og loforð formanns fræðsluráðs hafa birst opinberlega og munu án efa vekja upp spurningar bæjarbúa, sérstaklega í ljósi afar þröngrar fjárhagsstöðu bæjarfélagsins
Svar

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri leggja fram eftirfarandi svar við framkominni fyrirspurn:
"Umræddar tillögur fjalla um framtíðaruppbyggingu skólastarfs á Völlum og í nýju hverfi í Skarðshlíð. Þær eru til umfjöllunar í fræðsluráði og fara síðan til umfjöllunar í skólasamfélaginu á þessu svæði. Fjármögnun þessara verkefna verður innan fjárhagsáætlanna Hafnafjarðarbæjar á næstu árum. Það von meirihlutans að breiða samstaða myndist í bæjarstjórn um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á þessu svæði sem og annarstaðar í bænum."