Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og bæjarstjóri leggja fram eftirfarandi svar við framkominni fyrirspurn:
"Umræddar tillögur fjalla um framtíðaruppbyggingu skólastarfs á Völlum og í nýju hverfi í Skarðshlíð. Þær eru til umfjöllunar í fræðsluráði og fara síðan til umfjöllunar í skólasamfélaginu á þessu svæði. Fjármögnun þessara verkefna verður innan fjárhagsáætlanna Hafnafjarðarbæjar á næstu árum. Það von meirihlutans að breiða samstaða myndist í bæjarstjórn um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á þessu svæði sem og annarstaðar í bænum."