Áætlanir fyrir skólastarf næstu tveggja ára
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1710
18. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Efni: Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir að gerð sé grein fyrir fyrirliggjandi hugmyndum að byggingu grunnskóla- og leikskólahúsnæðis á Völlum og Skarðshlíð sem lagðar voru fram í fræðsluráði sl. mánudag til kynningar. Ennfremur verði gerð grein fyrir stöðu á fyrirhugðaðri byggingu íþróttahúss og kennslustofa(2. áfangi) Áslandsskóla sem formaður fræðsluráðs hefur boðað að tekið verði í notkun haustið 2014. Gerð verði grein fyrir kostnaði við hvern lið í framkominni tillögu varðandi Skarðshlíð og Velli.
Sérstaklega er kallað eftir upplýsingum um hvernig fyrirhugðar (viðbótar)fjárfestingar í húsnæði grunn- og leikskóla rúmast innan 10 ára aðlögunaráætlunar sem sveitarfélginu var gert skylt að leggja fram til að uppfylla lagaákvæði um skuldahlutfall sveitarfélagsins.
Svar

Rósa Guðbjartsdóttir tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Kristinn Andersen kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Kristinn Andersen kom að andsvari öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari öðru sinni. Geir Jónsson kom að andsvari við fyrri ræðu Eyjólfs Sæmundssonar. Eyjólfur Sæmundsson svaraði andsvari. Geir Jónsson kom að andsvari öðru sinni. Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Eyjólfur Sæmundsson kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, tók til máls. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari öðru sinni. Rósa Guðbjartsdóttir kom að stuttri athugasemd. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari við fyrri ræðu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði andsvari. Helga Ingólfsdóttir kom að andsvari öðru sinni. Sigríður Björk Jónsdóttir tók til máls. Þá Eyjólfur Sæmundsson. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari.

Rósa Guðbjartsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

"Óábyrg loforð

Það er dapurlegt að tillögur um uppbyggingu skólamannvirkja sem meirihlutinn hefur birt í fjölmiðlum, séu algjörlega óígrundaðar hvað kostnaðarþátt og fjármagn varðar. Fyrrnefndar tillögur um uppbyggingu nýs skólahúsnæðis í Skarðshlíð og á Völlum hafa hvorki fengið efnislega umfjöllun né undirbúning í fræðsluráði né í öðrum ráðum bæjarins. Það eru vægast sagt undarleg vinnubrögð og algjörlega óábyrgt að fjalla opinberlega um fyrirhugaðar framkvæmdir, sem eigi m.a. að hefjast á næsta ári án umræðu og án þess að nokkrar hugmyndir að fjárhagsáætlun liggi fyrir. Ljóst er eftir umræður hér á þessum fundi að meirihlutinn hefur hlaupið á sig og viðurkennt að réttara hefði verið að taka tillögurnar til nánari og efnislegrar umfjöllunar, eins og eðlilegt hefði verið, áður en þær voru birtar til almennrar skoðunar. En tillögurnar eru til þess fallnar að vekja upp væntingar hjá íbúum Hafnarfjarðar, væntingar sem óljóst er hvernig eigi að standa við í þeirri afar erfiðu fjárhagsstöðu sem bæjarfélagið er í.
Auk þessa er bent á að enn hafa ekki verið efnd loforð um að íþróttahús rísi við Áslandsskóla en meirihlutinn hefur lofað að íþróttahús við skólann verði tekið í notkun haustið 2014. Svarið við því sem kom fram hér á fundinum að framkvæmdir þar ,,hefjist tilltölulega fljótlega? er óboðlegt."

Rósa Guðbjartsdóttir (sign), Kristinn Andersen (sign), Geir Jónsson (sign),
Helga Ingólfsdóttir (sign), Ólafur Ingi Tómasson (sign).

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom að svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna:

"Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna telja eðlilegt og mikilvægt að hugmyndir um framtíðar uppbyggingu mikilvægra þjónustuþátta séu gerðar kunnar á hugmyndastigi þannig að bæjarbúar geti tekið þátt í umræðu og stefnumótun frá upphafi.
Framtíðaruppbygging skólastarfs á Völlum og í nýju hverfi í Skarðshlíð eru til meðferðar í fræðsluráði og fara síðan til umfjöllunar í skólasamfélaginu á þessu svæði. Fjármögnun þessara verkefna verður innan fjárhagsáætlanna Hafnarfjarðarbæjar á næstu árum. Það er von meirihlutans að breyt samstaða myndist í bæjarstjórn um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á þessu svæði sem og annarsstaðar í bænum.
Mál þetta er á forræði fræðsluráðs og verður þar áfram til efnislegrar umræðu."


Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir (sign), Margrét Gauja Magnúsdóttir (sign), Hörður Þorsteinsson (sign),
Eyjólfur Sæmundsson (sign), Sigríður Björk Jónsdóttir (sign), Guðfinna Guðmundsdóttir (sign).