Regnbogabörn þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 11 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3359
26. september, 2013
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Regnbogabarna sent í tölvupósti 20.9.2013 þar sem óskað er eftir viðræðum um þjónustusamning vegna forvarna og fræðsluverkefna. Fræðsluráð samþykkti samhljóða að mæla með erindinu á fundi sínum 23.9..
Svar

Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að leita eftir samningi við Regnbogabörn á grundvelli fyrirliggjandi erindis og umsagnar fræðsluráðs. Bæjarráð óskar jafnfram eftir að samhliða samningi liggi fyrir umsögn forvarnarfulltrúa og fjölskylduþjónustu.

Bæjarráðsfullrúar Sjálfstæðisflokksins bóka:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka jákvætt í að farið verði í viðræður við Regnbogabörn með samning eða styrk í huga en taka undir með fjölskylduráði að æskilegt hefði verið að fá álit forvarnarfulltrúa og fjölskyldusviðs á notagildi efnisins sem um ræðir áður en gengið er til samninga hér um. Það vekur undrun að meirihlutinn telji að ekki sé hægt að bíða eftir slíku áliti.
Einnig er vakin athygli á því að tugir annarra umsókna um fjárstyrki til góðra og uppbyggjandi málefna liggja einnig fyrir þessum fundi.