Snjóbrettamót við Linnetsstíg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 482
16. október, 2013
Annað
Fyrirspurn
Aðalsteinn Valdimarsson lagði inn þann 20.september sl. fyrirspurn um að halda lítið snjóbrettamót í miðbæ Hafnarfjarðar í janúar eða febrúar. Málinu var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26. septbember sl. vísað til umsagnar Umhverfis- og framkvæmdasviðs. Erindið var tekið fyrir á fundi Umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 9. október sl. og var tekið jákvætt í það að því gefnu að haft yrði samráð við hagsmunaaðila á svæðinu.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur undir bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimilar mótið í samræmi við samþykkt reglum um götusölur og útimarkaði. Hafa skal samráð við umhverfis- og framkvæmdasvið um framkvæmd mótsins.