Snjóbrettamót við Linnetsstíg
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 10 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 545
21. janúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Geir Bjarnason æskulýðs- og forvarnarfulltrúi Hafnarfjarðar óskar eftir f.h. fyrir hönd áhugahóps um snjóbrettamót að halda mót á Thorsplani laugardaginn 7. mars nk. Einnig er óskað eftir að byggja snjóbrettaramp sem verður fjarlægður í síðasta lagi 9. mars.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið og beinir því til Umhverfis- og framkvæmdarsviðs vegna nánari útfærslu.